Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Angelica |
|
|
|
Nafn |
|
archangelica |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Ætihvönn |
|
|
|
Ætt |
|
Sveipjurtaætt (Apiaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Grænhvítur til rjómalitur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
150-180 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt, oftast með græna stöngla, allt að 200 sm hár. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin allt að 2-3 fjaðurskipt, flipar aflangir-egglaga, allt að 15 sm, hárlaus, óreglulega og djúptennt, endastæði flipinn 3-skiptur, legglaus, legghlaupin niður eftir aðalblaðstilknum. Laufleggur neðri laufa langur, efri laufin með mjög flatan lauflegg. Sveipurinn samsettur, geislar fjölmargir, reifar samsettar úr mörgum smáreifum. Blómin grænhvít til rjómalit. Aldinum 6 mm, klofaldin með áberandi rifjum, vængir mjóir, þykkir, korkkenndir, olíukirtlar stakir. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Ísland, N & A Evrópa-M Asía, Grænland. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, djúpur, fremur rakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
4 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning, er oft fremur skammlíf, enda deyr plantan að blómgun lokinni.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sem stakstæð jurt, í þyrpingar, undir stór tré, í skógarbotn. |
|
|
|
Reynsla |
|
Fjarlægja aldin svo hún sái sér ekki um of. Áður mikið notuð sem lækningaplanta og til matar (allir plöntuhlutar nýttir). |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|