Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Rheum nobile
Ættkvísl   Rheum
     
Nafn   nobile
     
Höfundur   Hook. f. & Thoms.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Eðalsúra
     
Ætt   Súruætt (Polygonaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleikur- rjómalitur.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   90-150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, stórvaxin og áberandi, upprétt, allt að 200 sm há.
     
Lýsing   Lauf allt að 30 sm í þvermál, bogadregin, grunnur fleyglaga, gljáandi, leðurkennd, dökkgræn með rauðar æðar, heilrend, laufleggur oft kröftugur, rauður, himnupípan brothætt, bleik. Blómstöngullinn er með stoðblöð sem skarast, breiðegglaga, minnka eftir því sem ofar dregur á stönglinum, neðstu stoðblöðin allt að 15 sm, 1-2 sm efst, rjómalit. Blómin í stuttum axlastæðum klösum alt að 6 sm, græn, hulin stoðblöðum. Blómhlífarblöð 2 mm.
     
Heimkynni   Nepal til SA Tíbet.
     
Jarðvegur   Frjór, djúpur, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð, sem stakstæð planta.
     
Reynsla   Harðgerð?, lítt reynd hérlendis.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is