Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
|
Ættkvísl |
|
Ranunculus |
|
|
|
Nafn |
|
gramineus |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Grassóley |
|
|
|
Ætt |
|
Sóleyjarætt (Ranunculaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Sítrónugulur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
20-50 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt, með trefjarætur, stönglar grannir, 20-30 sm. |
|
|
|
Lýsing |
|
Grunnlaufin bandlaga til lensulaga, flöt, bláleit, hárlaus eða dúnhærð. Stöngullauf fá, legglaus. Blómin 1-3 á stönglinum, sítrónugul, allt að 2 sm í þvermál. Bikarblöð hárlaus, gulgræn. Krónublöð breið-öfugegglaga. Blómbotn hárlaus, fræhnotir 3 mm, ögn hliðflatar, með kjöl, æðóttar, trjóna stutt, bein. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Fjöll S Evrópu, N Afríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, meðalrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
7 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í þyrpingar, í skrautblómabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgerð, fremur sjaldgæf garðplanta. Þrífst mjög vel hérlendis. Gott að skipta henni oft, verður þá lægri og þéttari. Hefur vaxið lengi í Lystigarðinum. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Ranunculus gramineus 'Flore Pleno' er með fyllt blóm. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|