Í morgunsáriđ - Ragna Sigurđardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Ranunculus ficaria
Ćttkvísl   Ranunculus
     
Nafn   ficaria
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vorsóley
     
Ćtt   Ranunculaceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   fjölćr
     
Kjörlendi   sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   gulir, rauđgul, gulhvítur
     
Blómgunartími   apríl-maí
     
Hćđ   0.15-0.3m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vorsóley
Vaxtarlag   Gildar forđarćtur, visnar niđur eftir blómgun.
     
Lýsing   Grunnblöđin í hvirfingu, 1-4cm, heil, strend eđa bugtennt, hjartalaga, gljáandi, langstilkuđ, dökk grćn, oft međ brúnum eđa silfruđum yrjum. Stöngulblöđin minni međ styttri stilkum. Blóm stök á stöngulendum (eđa nokkur saman) skćr gullgul en fölna međ aldrinum, 2-3cm í Ţvermál. Bikarblöđin ţrjú, grćn. Krónublöđin 8-12 mjóegglaga. Blómbotn hćrđur. Hnotan kringlótt, fín dúnhćrđ, kjöluđ, um 2.5mm, trjóna lítt áberandi.
     
Heimkynni   Evrópa, NV Afríka, V Asía
     
Jarđvegur   léttur, frjór, međalrakur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   skipting, ćxlilaukar í blađöxlum á R. f. ssp. bulbifera
     
Notkun/nytjar   sem undirgróđur undir tré og runna, fjölćr beđ
     
Reynsla   Međalharđger-harđger, fallegust í breiđum međ anemonum og laukjurtum inn á milli trjáa og runna.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki í rćktun. 'Aurantica' rauđgul sögđ mjög góđ, 'Flore Pleno' fyllt fagurgul, 'Primrose' gulhvít, 'Major' óvenju stór gul blóm.
     
Útbreiđsla  
     
Vorsóley
Vorsóley
Vorsóley
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is