Málsháttur Lengi býr að fyrstu gerð.
|
Ættkvísl |
|
Pulsatilla |
|
|
|
Nafn |
|
vulgaris |
|
|
|
Höfundur |
|
Mill. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Geitabjalla |
|
|
|
Ætt |
|
Sóleyjarætt (Ranunculaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Réttara: Anemone pulsatilla L. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Föl- til dökkfjólublár, sjaldan hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
(3-)12-45 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt. Stönglar 3-12 sm, verða allt að 45 sm við aldinþroskann. Grunnlauf þakin silkihári í fyrstu, verða seinna hárlaus eða því sem næst, hvert lauf er fjaðurskipt í 7-9 flipa, fliparnir eru aftur skiptir í 2-3 x næstum að miðtaug, flipar eru bandlensulaga. Stöngullauf eru legglaus, silkihærð, samvaxin. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin eru upprétt eða ögn hangandi, 4-9 sm í þvermál, klukkulaga eða mjó-bjöllulaga, föl- eða dökkfjólublá, sjaldan hvít. Blómhlífarflipar hvassyddir, allt að 3 x lengd fræflanna. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Stóra Bretland og V Frakkland til Svíþjóðar og austur til Úkraínu. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Sendinn, framræstur, meðalrakur, lífrænn. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting eftir blómgun, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í skrautblómabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til planta sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2000 og önnur sem sáð var til 2003 og sáð var til 2006, báðar þrífast vel. Harðgerð. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Nokkur góð yrki í ræktun svo sem:
'Alba' með hvít blóm,
'Bartons Pink' laufin fölgræn, blómin hreinbleik,
'Mallenderi' blómin djúppurpura,
'Mrs Van der Elst' með bleik blóm,
'Röde Klokke' (Rote Glocke) blómin djúprauð,
'Weisser Schwan' ('White Swan') er með hvít blóm.
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Undirtegundir eru t.d. Pulsatilla vulgaris ssp. vulgaris Grunnlauf eru mjög mikið skipt, með yfir 100 flipar, sem koma um leið og blómin. ------------
Pulsatilla vulgaris ssp. grandis (Wender.) Zam. Grunnlauf eru fjaðurlík með um 40 flipa, 3-7 mm breiða. Laufin koma á eftir blómunum, stöngull og reifablöð þétt silkihærð. Blóm tiltölulega stór, 9 sm í þvermál. blómhlífarflipar breiðoddbaugóttir. Knúppar áberandi, þaktir silfurlitu eða gulbrúnu hári.
|
|
|
|
|
|