Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Primula |
|
|
|
Nafn |
|
x pruhoniciana* |
|
|
|
Höfundur |
|
|
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Elínarlykill |
|
|
|
Ætt |
|
Maríulykilsætt (Primulaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
= Réttara: P. x pruhonicensis Bergmans |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, (hálfskuggi). |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulur, vínrauður, fjólublár. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí. |
|
|
|
Hæð |
|
20-30 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Rétt nafn nokkuð á reiki en hér notast við RHS - löglega nafnið er þá P. Pruhonicensis Hybrids og síðan er sortarheitum skeytt aftan við. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin einstök á stöngulendunum. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Garðablendingur. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, framræstur, meðalrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Engir. |
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1, 12 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting að hausti, sáning að vori, fræ þarf ekki kuldatímabil. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í kanta, í beð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Elínarlykill hefur gengið undir fleiri nöfnum s.s. P. x helenae hort. og P. x juliana hort.
Þessir blendingar vaxa vel og blómgast mjög mikið í frjóum, rökum jarðveg í hálfskugga. Það verður að fylgjast vel með því að jarðvegsþreyta hrjái þær ekki um of, því verður að skipta þeim á 3-5 ára fresti og færa þær á nýjan vaxtarstað, annars drepast þær. (Heim.: 11).
Sortir blómgast snemma vors og standa lengi í blóma.
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
'John Mo' fölgul, 'Old Port' dökkvínrauð, 'Alba', 'Schneekissen' og 'Schneewittchen' hvítar, 'Betty Green' hárauð, 'Vanda' fjólublá. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|