Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Primula rosea
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   rosea
     
Höfundur   Royle.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rósulykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Rósbleikur með gulu auga.
     
Blómgunartími   Apríl-maí.
     
Hæð   5-12 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Rósulykill
Vaxtarlag   Lík sumum afbrigðum tyrkjalykli (P. auriculata) en er ekki mélug, venjulega eru engir blómstönglar í fyrstu, en lengjast er líður á sumarið.
     
Lýsing   Blóm í strjálblóma sveipum. Krónan allt að 3 sm breið, enginn kragi, rósbleik með gult auga.
     
Heimkynni   NV & V Himalaja.
     
Jarðvegur   Frjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skipting að hausti, skipta þarf að minnsta kosti annað hvert ár, sáning að hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Með allra fallegustu lyklum en skaðast oft í umhleypingum á vorin, skýla þar sem snjóþekja er óstöðug. Nokkur eintök í uppeldi garðinum + í steinhæð.
     
Yrki og undirteg.   'Gigas' allt að 10 sm, stór, skærbleik blóm. 'Grandiflora' allt að 20 sm, stór, bleik blóm. 'Micia Visser de Geer' með fölbleik blóm.
     
Útbreiðsla  
     
Rósulykill
Rósulykill
Rósulykill
Rósulykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is