Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Primula parryi
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   parryi
     
Höfundur   A. Gray.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gyðjulykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Rauðrófupurpura-purpura.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   20-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Gyðjulykill
Vaxtarlag   Sterklegar plöntur, með langæjan, einkennandi trjákvoðuilm, ekki mélugar.
     
Lýsing   Lauf 10-33 x 1,5-6 sm, þakin stuttum kirtilhárum með legg, öfuglensulaga til aflöng-öfugegglaga, snubbótt eða næstum hvassydd, stundum broddydd, mjókka smám saman í sterklegan, vængjaðan stilk. Blómstönglar allt að 40 sm langir, sveipir 1 eða 2, leggir allt að 10 langir. Stoðblöð allt að 1,5 sm. Blóm allt að 20 í einhliða blómskipun. Bikar 8-15 mm, pípulaga, venjulega purpura, klofinn til hálfs. Pípa ögn lengri en bikarinn. Krónutunga skálaga, flipar breytilegir, skarast, ögn sýldir.
     
Heimkynni   V Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Þrífst vel bæði norðanlands og sunnan, gullfalleg tegund. Frá 1984 í N1, þrífst þar með ágætum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Gyðjulykill
Gyðjulykill
Gyðjulykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is