Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Primula marginata
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   marginata
     
Höfundur   Curtis
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silfurlykill
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól (léttur skuggi).
     
Blómlitur   Kóngablár til lilla eđa bleikur.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hćđ   10-15 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Silfurlykill
Vaxtarlag   Myndar hvirfingar ţykkra, stinnra laufa. Blómstönglar uppréttir til útstćđir, trékenndir. Lauf visna ađ hausti og eftir verđa egglaga, mélug brum sem lifa veturinn.
     
Lýsing   Laufblöđ allt ađ 10 x 4 sm, kjötkennd, stinn, grágrćn, meira eđa minna mélug, verđa grágrćn, aflöng til öfugegglaga, mjókka smám saman í breiđan stuttan legg, lauf snubbótt međ reglulega skörđóttar, hvítkantađar tennur. Blómstönglar allt ađ 12 sm, mélugir. Blóm allt ađ 20, reglulega rađađ. Blómskipunarleggir allt ađ 2 sm, stinnir, uppréttir. Bikar allt ađ 3 mm, mjög mélugir. Króna allt ađ 3 sm í ţvermál, grunntrektlaga, kóngablá til lilla eđa bleik, stöku sinnum hvít međ mélugt auga. Krónupípan allt ađ 4 x bikarinn. Flipar breiđir, snubbóttir, skarast stundum, skiptir ađ 1/4 í tvo hluta.
     
Heimkynni   S Frakkland, N Ítalía.
     
Jarđvegur   Léttur, framrćstur, fremur rakur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   7
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skipting ađ vori eđa hausti, sáning ađ hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í beđ, í kanta, sem undirgróđur.
     
Reynsla   Hefur dafnađ vel norđanlands. Í F1 frá 1992.
     
Yrki og undirteg.   Fjölmörg yrki í rćktun erlendis og eitthvađ af ţeim í rćktun hérlendis. Einnig til hvít afbrigđi.
     
Útbreiđsla  
     
Silfurlykill
Silfurlykill
Silfurlykill
Silfurlykill
Silfurlykill
Silfurlykill
Silfurlykill
Silfurlykill
Silfurlykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is