Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Primula juliae
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   juliae
     
Höfundur   Kusnetzov
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Júlíulykill
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Rauđfjólublár m/gulu auga.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hćđ   10 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Júlíulykill
Vaxtarlag   Plantan er ekki mélug, renglótt. Blađhvirfingin opin.
     
Lýsing   Lauf bogadregin, 2-10 x 0,5-3 sm, grófbogtennt, grunnur djúp-hjartalaga. Laufleggir grannir, mynda slíđur um grunninn, greinilega rauđleitir. Enginn blómskipunarleggir, blómskipunin í oddi jarđstöngulgreina. Stođblöđ 3-4 mm, bandlaga til lensulaga. Blómleggir jafn langir eđa lengir en laufleggirnir. Bikar mjó-pípulaga, 5-8, međ áberandi gárur, flipar lensulaga. Króna 2-3 sm í ţvermál, hringlaga, djúp blá-rauđrófupurpura, dökkrauđari kringum gult augađ.
     
Heimkynni   Rússland, Kákasus.
     
Jarđvegur   Framrćstur, međalrakur og rakaheldinn, frjór.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting ađ hausti, sáning ađ vori, frć ţarf ekki kuldameđferđ.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í kanta, í fjölćringabeđ.
     
Reynsla   Í N1-G frá 1957 ađ ţví taliđ er. Dugleg og mjög blómsćl tegund. Mjög góđ garđplanta. Heimkynni júlíulykils eru raklend engi og grasivaxnar klettasyllur hátt til fjalla.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Júlíulykill
Júlíulykill
Júlíulykill
Júlíulykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is