Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Primula farinosa
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   farinosa
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gefnarlykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Lillablár, bleikur, sjaldan hvítur.
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   10-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Gefnarlykill
Vaxtarlag   Lágvaxin tegund, oftast skammlíf, fínleg, blómviljug, sumargræn, oftast mjölvuð, yfirleitt ekki skriðul. Lauf hárlaus slétt eða hrukkótt með fíngerðar tennur, aftursveigð í brumlegunni, vængjuð við blaðfót en oft ógreinilega. (Sbr. Section Aleurita í EGF).
     
Lýsing   Lauf 1-10 sm x 3- 20 mm, öfuglensulaga til egglaga eða spaðalaga, jaðrar tungutenntir, lítt mélug og grágræn á efra borði, hvít - rjómalit og méluð á neðra boðri. Blómstönglar 2-10 sm, lítt mélugir. Stoðblöð sver við grunninn en ekki útblásin. Blóm 5-30 í sveip, blómleggir mislangir (sjaldan jafnlangir) í meira eða minna flötum sveip. Blómleggir allt að 1 sm. Bikar 3-6 mm, mélugur og purpuralitur í endann. Blóm 8-16 mm í þvermál, lillablá, bleik eða sjaldnar hvít með gulum hring í gininu. Pípan nær aðeins upp úr bikarnum. Krónublöð djúpskert. Fræhýði ná fram úr bikarnum.
     
Heimkynni   Evrópa, Asía, N Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Skipting að hausti, skipta oft, helst annað hvert ár, sáning að hausti, auðveldur í uppeldi af fræi.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur, í beð.
     
Reynsla   Hefur stærsta útbreiðslusvæði af öllum prímúlum, fremur viðkvæmur, skýla að vetri þar sem snjólétt er. Hefur staðið sig vel í garðinum en þarf að endurnýja reglulega!
     
Yrki og undirteg.   var. albiflora Pax. - hvít blóm
     
Útbreiðsla  
     
Gefnarlykill
Gefnarlykill
Gefnarlykill
Gefnarlykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is