Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Primula elatior
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   elatior
     
Höfundur   (L.) Hill
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Huldulykill
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Ljósgulur/dökkgul-grćngul miđja.
     
Blómgunartími   Maí-júní (snemma vors).
     
Hćđ   20-30 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Huldulykill
Vaxtarlag   Blađhvirfing međ upprétt lauf í fyrstu en verđa smátt og smátt útbreiddari eftir ţví sem líđur á sumariđ. Blómstönglar stinnir, uppréttir. Öll plantan yfirleitt ţakin stuttum, hrokknum hárum.
     
Lýsing   Lauf fremur stór, 5-20 x 2-7 sm, egglaga til aflöng eđa sporbaugótt, oddur bogadreginn, mjókkar venjulega snögglega í vćnjađan lauflegg, fíntennt, hćrđ eđa hárlaus ofan. Blómstönglar 10-30 sm, uppréttir, hćrđir. Sveipurinn einhliđa međ allt ađ 12 hangandi blóm. Bikar allt ađ 1,5 sm, flipar langyddir. Krónan allt ađ 2,5 sm í ţvermál, skállaga eđa flöt skífa, föl- eđa skćrgul međ ógreinilega grćnleita eđa appelsínugula bletti í gini. Pípa nćr út úr bikarnum, flipar breiđir og skarast, grunn- og breiđsýld. Fullţroskađ frćhýđi lengra en bikarinn. Frć 1-1,5 mm í ţvermál, nćr kringlótt, dökkbrún til svört.
     
Heimkynni   Evrópa, N-Íran, Tyrkland, Rússland.
     
Jarđvegur   Frjór, framrćstur, međalrakur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skipting ađ hausti, sáning ađ vori, frć ţarf ekki kuldameđferđ.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í kanta, í fjölćringabeđ.
     
Reynsla   Međal algengustu garđlykla, mjög breytileg tegund. Mikiđ rćktuđ og afbragđs garđplanta.
     
Yrki og undirteg.   Nokkrar deilitegundir í rćktun. T.d. má nefna skv. lýsingum í EGF. ----------------- ssp. elatior Lauf hćrđ, blađka mjókkar snögglega ađ blađstilk, tennt. Blóm venjulega fjölmörg á hverjum blómstöngli, allt ađ 2,5 sm í ţvermál, brennisteinsgul. ---------------- ssp. intricata (Gren. & Gord.) Lüdi. Lauf hćrđ, mjókka smám saman ađ lauflegg, nćr heilrend. Blóm allt ađ 7 á hverjum blómstöngli, um 2 sm í ţvermál, flöt, skćrgul. Heimkynni: Fjöll í Evrópu. --------------------- ssp. leucophylla (Pax) Heslop-Harrisson ex W.W. Sm. & Forr. Laufgast og blómgast á sama tíma, međ grá hár í fyrstu, blađkan mjókkar smám saman ađ laufleggnum, međ smáar bogadregnar tennur eđa heilrend. Blóm fá, allt ađ 1,6 sm í ţvermál, trektlaga, fölgul. Heimkynni: A Karpatafjöll, Kákasus. ssp. lofthousei (Heslop-Harrisson) W.W. Smith. & Fletch. Er frábrugđin ssp. intricata ađ ţví leyti ađ blómin eru mörg og smćrri, dökk sóleyjargul. Heimk.: S Spánn. ---------------------------- ssp. meyeri (Ruprecht.) Valentine & Lamond. Mjög breytileg undirtegund, en blómin eru alltaf blá til fjólublá. Heimk.: NA Tyrkland, Kákasus (í rússnesku flórunni er hún undir P. amoena og hefur veriđ í rćktun hérlendis sem Lofnarlykill). ----------------- ssp. pallasii (Lehmann) W.W. Sm. & Forrest Lauf hárlaus eđa ţví sem nćst, mjókka smám saman ađ laufleggnum, gróftennt. Blómin fá á hverjum stöngli, allt ađ 2,5 sm í ţvermál, fölgul. Heimkynni: Tyrkland, N Íran, Úralfjöll til A Síberíu. -------------- ssp. cordifolia (Ruprecht) W.W. Smith & Forrest Lauf tiltölulega slétt, bronsgrćn, hárlaus, mjókka snögglega í langan, grannan lauflegg. Blómstönglar dökkir, blóm sítrónugul. Heimkynni: Kákasus. --------------------------- ssp. pseudoelatior (Kusnetsow) W.W. Smith & Forrest er frábrugđin ssp. elatior ađ ţví leyti ađ hún er međ hjartalaga og lođnara lauf. Heimkynni: Tyrkland, Kákasus.
     
Útbreiđsla  
     
Huldulykill
Huldulykill
Huldulykill
Huldulykill
Huldulykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is