Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Primula amoena
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   amoena
     
Höfundur   Bieb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lofnarlykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti   = Primula elatior ssp. meyeri (Rupr.) Valentine & Lamond.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Rauðfjólublár, fjólublár.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   10-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Lofnarlykill
Vaxtarlag   Lofnarlykill er líkur og náskyldur huldulykli sem er með gul blóm. Lauf upprétt þegar þær eru ungar en mynda blaðhvirfingu með aldrinum.
     
Lýsing   Mjög breytileg tegund, en blómin eru alltaf blá til fjólublá. Lauf 5-16 x 2-4 sm, laufleggir með himnukenndan væng, mjög breytileg að lögun, oddbaugótt, egglaga, öfugegglaga, spaðalaga, óreglulega bogtennt eða smátennt, skærgræn ofan, oftast þétt dúnhærð neðan, stundum næstum hárlaus, oddur bogadreginn eða snubbóttur, grunnur mjókkar venjulega að laufleggnum, stundum hjartalaga eða þverstýfð við grunninn. Blómskupunarleggur 5-15 sm, lang- og mjúkhærður, blómskipunin oftast sveigð til hliðar, með 2-18 blóm, oftast með 6-10 blóm, stoðblöð 2-8 mm, band-lensulaga, dúnhærð, blómleggir 5-40 mm, ± upprétt. Bikar pípulaga með áberandi gáróttur, 8-12 mm, flipar egglaga til lensulaga, randhærðir. Króna 1,5-2,5 sm í þvermál, flöt eða grunn-trektlaga, hringlaga, fjólublá, ljósgráfjólublá til purpura með gult auga, (hvítingjar eru þekktir), flipar öfugegglaga djúp-framjaðraðir. Fræhýði lengra en bikarinn.
     
Heimkynni   Kákasus, fjöll NA Tyrklandi.
     
Jarðvegur   Framræstur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Skipting að hausti, skipta að minnsta kosti annað til þriðja hvert ár, sáning að vori, fræ þarf ekki kuldameðferð.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Auðræktuð og langlíf tegund, ef þess er gætt að halda henni í góðum vexti með tíðri skiptingu.
     
Yrki og undirteg.   Ýmsir blendingar til, enda blandast tegundir af þessari deild mjög auðveldlega og margir kynblendingar eru í sölu hjá garðplöntustöðvum.
     
Útbreiðsla  
     
Lofnarlykill
Lofnarlykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is