Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Pinus pumila 'Glauca'
Ættkvísl   Pinus
     
Nafn   pumila
     
Höfundur   (Pall.) Regel.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Glauca'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Runnafura
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   1-3 m
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta.
     
 
Runnafura
Vaxtarlag   Breiðvaxið form og runnkennd, hægvaxta, greinar mjög kröftugar.
     
Lýsing   Ágrætt blágráleitt yrki af runnafuru með svera árssprota, myndar breiðan lágan runna. Nálar blágráleitari en á aðaltegundinni, oft snúnar.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, léttur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   1
     
Heimildir   1, 7
     
Fjölgun   Með ágræðslu.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í brekkur.
     
Reynsla   Ein aðkeypt planta er til í Lystigarðinum, þrífst vel. Þrífst vel, bæði sunnanlands og norðan, þolir særok ágætlega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Runnafura
Runnafura
Runnafura
Runnafura
Runnafura
Runnafura
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is