Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Abies amabilis
Ættkvísl   Abies
     
Nafn   amabilis
     
Höfundur   Douglas ex Forbes.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silfurþinur
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænt tré.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi/skjól.
     
Blómlitur   Gulbrúnn (kk)
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   12-15m (-80m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Keilulaga, regluleg, bein, þétt, grönn króna, árssprotar grannir og þétthærðir, gráir eða gulbrúnir.
     
Lýsing   Á ungum trjám er börkur sléttur og grár með hvítum bólum (kvoðudoppum), dökknar með aldrinum. Endabrum dökkrauð, 3 mm, kúlulaga eða droplaga, hjúpuð þykkri harpixkvoðu. Barrnálar bandlaga, flatar, uppréttar (framstæðar) neðan á greinum en ofan á greinum vita nálar fram á við og mynda um 45°horn við greinina, 2-3 sm að lengd og um 2mm á breidd, oftast breiðastar ofan við miðju, þverstífðar eða sýldar í endann, glansandi, appelsínuilmandi við nudd, dökkgrænar á efra borði og grópaðar, en með tvær breiðar hvítar varaopsrákir á neðra borði. Könglar aflangir 8-14cm langir og um 5cm í þvermál, uppréttir á 2ára greinum, purpuralitir áður en þeir ná fullum þroska, smádúnhærðir, köngulhreistur 2.5-2.8cm á breidd, stoðblöð hulin.
     
Heimkynni   V N-Ameríka (SA Alaska - NV Kalifornía)
     
Jarðvegur   Lífefnaríkur, léttur, framræstur, léttsúr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, kuldameðhöndlun í 3-4 mánuði, fræ missir fljótt spírunarhæfni sína.
     
Notkun/nytjar   Stakstæð, þyrpingar, beð (eða sem jólatré).
     
Reynsla   Til hjá SR í Fossvogi um mannhæðarháar, lítt reynd að öðru leyti hérlendis. Þarf langt og milt haust = langan vaxtartíma. Talinn í viðkvæmari kantinum. Þolir illa kalkríkan og þurran jarðveg en kann þeim mun betur við sig í meðalrökum, léttsúrum, frjóum jarðvegi
     
Yrki og undirteg.   'Spreading Star' lágvaxið, nær aðeins um 1m hæð með láréttar og útbreiddar greinar. 'Compacta' mjög þéttvaxið. Þau hafa ekki verið reynd hérlendis svo vitað sé.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is