Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Abies |
|
|
|
Nafn |
|
amabilis |
|
|
|
Höfundur |
|
Douglas ex Forbes. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Silfurþinur |
|
|
|
Ætt |
|
Þallarætt (Pinaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænt tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól - hálfskuggi/skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulbrúnn (kk) |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
12-15m (-80m) |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Keilulaga, regluleg, bein, þétt, grönn króna, árssprotar grannir og þétthærðir, gráir eða gulbrúnir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Á ungum trjám er börkur sléttur og grár með hvítum bólum (kvoðudoppum), dökknar með aldrinum. Endabrum dökkrauð, 3 mm, kúlulaga eða droplaga, hjúpuð þykkri harpixkvoðu. Barrnálar bandlaga, flatar, uppréttar (framstæðar) neðan á greinum en ofan á greinum vita nálar fram á við og mynda um 45°horn við greinina, 2-3 sm að lengd og um 2mm á breidd, oftast breiðastar ofan við miðju, þverstífðar eða sýldar í endann, glansandi, appelsínuilmandi við nudd, dökkgrænar á efra borði og grópaðar, en með tvær breiðar hvítar varaopsrákir á neðra borði. Könglar aflangir 8-14cm langir og um 5cm í þvermál, uppréttir á 2ára greinum, purpuralitir áður en þeir ná fullum þroska, smádúnhærðir, köngulhreistur 2.5-2.8cm á breidd, stoðblöð hulin. |
|
|
|
Heimkynni |
|
V N-Ameríka (SA Alaska - NV Kalifornía) |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Lífefnaríkur, léttur, framræstur, léttsúr. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, kuldameðhöndlun í 3-4 mánuði, fræ missir fljótt spírunarhæfni sína. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakstæð, þyrpingar, beð (eða sem jólatré). |
|
|
|
Reynsla |
|
Til hjá SR í Fossvogi um mannhæðarháar, lítt reynd að öðru leyti hérlendis. Þarf langt og milt haust = langan vaxtartíma. Talinn í viðkvæmari kantinum. Þolir illa kalkríkan og þurran jarðveg en kann þeim mun betur við sig í meðalrökum, léttsúrum, frjóum jarðvegi |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
'Spreading Star' lágvaxið, nær aðeins um 1m hæð með láréttar og útbreiddar greinar. 'Compacta' mjög þéttvaxið. Þau hafa ekki verið reynd hérlendis svo vitað sé. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|