Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Abies amabilis
Ćttkvísl   Abies
     
Nafn   amabilis
     
Höfundur   Douglas ex Forbes.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silfurţinur
     
Ćtt   Ţallarćtt (Pinaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrćnt tré.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi/skjól.
     
Blómlitur   Gulbrúnn (kk)
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hćđ   12-15m (-80m)
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Keilulaga, regluleg, bein, ţétt, grönn króna, árssprotar grannir og ţétthćrđir, gráir eđa gulbrúnir.
     
Lýsing   Á ungum trjám er börkur sléttur og grár međ hvítum bólum (kvođudoppum), dökknar međ aldrinum. Endabrum dökkrauđ, 3 mm, kúlulaga eđa droplaga, hjúpuđ ţykkri harpixkvođu. Barrnálar bandlaga, flatar, uppréttar (framstćđar) neđan á greinum en ofan á greinum vita nálar fram á viđ og mynda um 45°horn viđ greinina, 2-3 sm ađ lengd og um 2mm á breidd, oftast breiđastar ofan viđ miđju, ţverstífđar eđa sýldar í endann, glansandi, appelsínuilmandi viđ nudd, dökkgrćnar á efra borđi og grópađar, en međ tvćr breiđar hvítar varaopsrákir á neđra borđi. Könglar aflangir 8-14cm langir og um 5cm í ţvermál, uppréttir á 2ára greinum, purpuralitir áđur en ţeir ná fullum ţroska, smádúnhćrđir, köngulhreistur 2.5-2.8cm á breidd, stođblöđ hulin.
     
Heimkynni   V N-Ameríka (SA Alaska - NV Kalifornía)
     
Jarđvegur   Lífefnaríkur, léttur, framrćstur, léttsúr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, kuldameđhöndlun í 3-4 mánuđi, frć missir fljótt spírunarhćfni sína.
     
Notkun/nytjar   Stakstćđ, ţyrpingar, beđ (eđa sem jólatré).
     
Reynsla   Til hjá SR í Fossvogi um mannhćđarháar, lítt reynd ađ öđru leyti hérlendis. Ţarf langt og milt haust = langan vaxtartíma. Talinn í viđkvćmari kantinum. Ţolir illa kalkríkan og ţurran jarđveg en kann ţeim mun betur viđ sig í međalrökum, léttsúrum, frjóum jarđvegi
     
Yrki og undirteg.   'Spreading Star' lágvaxiđ, nćr ađeins um 1m hćđ međ láréttar og útbreiddar greinar. 'Compacta' mjög ţéttvaxiđ. Ţau hafa ekki veriđ reynd hérlendis svo vitađ sé.
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is