Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Matteuccia struthiopteris
Ættkvísl   Matteuccia
     
Nafn   struthiopteris
     
Höfundur   (L.) Tod.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Körfuburkni
     
Ætt   Tófugrasaætt (Polypodiaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Burkni, fjölær.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Dökkbrúnn.
     
Blómgunartími   Gróin þroskast frá ágúst til október.
     
Hæð   80-100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Körfuburkni
Vaxtarlag   Jarðstöngull með langa neðarjarðar jarðrenglur.Líkur Stóraburkna, blöð mynda trekt eða körfu.
     
Lýsing   Grólaus blöð allt að 170 x 35 sm, jurtkennd, laufleggurinn mjög stuttur með stór, lensulaga hreistur við grunninn, ljós ofantil, blaðka, allt að 130 x 40 sm, breið-lensulaga, fjaðurskipt, mjúk, skærgræn, smáblöð 30-70, stakstæð, mjólensulaga, fjaðurskert. Gróblöð allt að 60 x 6 sm, langæ, verða dökkbrún, blaðka allt að 25 x 8 sm, öfuglensulaga, fjöðruð, ólífugræn, smáblöð allt að 6 sm, bandlaga, snubbótt, hálfsívöl vegna innundinna jaðra, gróhula bollalaga, þunn, skammæ.
     
Heimkynni   Evrópa, A Asía, A N Ameríka
     
Jarðvegur   Meðalrakur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning gróa.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, sem stakstæð planta, í þyrpingar, í beð.
     
Reynsla   Harðgerð planta, hefur lifað lengi og reynst vel í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Körfuburkni
Körfuburkni
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is