Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Acer caudatum ssp. caudatum
Ættkvísl   Acer
     
Nafn   caudatum
     
Höfundur   Wallich
     
Ssp./var   ssp. caudatum
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kínahlynur
     
Ætt   Hlynsætt (Aceraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni eða lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Grænhvítur.
     
Blómgunartími   Síðla vors.
     
Hæð   - 5 m
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta.
     
 
Vaxtarlag   Lítið tré eða runni allt að 10 m hár í heimkynnum sínum, en allt að 5 m í ræktun erlendis. Börkur ljósgrár, dettur af í þunnum flögum. Greinar rauðar eða rauðbrúnar, dúnhærðar meðan þær eru ungar. Brum dúnhærð, hreistur 2, stundum 3 í pörum.
     
Lýsing   Lauf 5-flipótt, fremur kringluleit, flipar þríhyrndir-egglaga, odddregnir, jaðrar gróf-tvísagtenntir, tennur vita fram á við, með gulbrúna dúnhæringu á neðra borði. Leggir rauðir. Blómskipunin stór, endastæð eða axlastæð, í uppréttum skúfum. Blómin grænhvít, krónublöð löng og mjó. Aldin allt að 3 sm, hnotir flatar og með æðar, vængir mætast í hvössu horni.
     
Heimkynni   A Himalaja.
     
Jarðvegur   Auðræktaður í rökum, leirkenndum, vel framræstum jarðvegi.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa hlotið kuldameðferð.
     
Notkun/nytjar  
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is