Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Spiraea densiflora ‘Hagi’
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   densiflora
     
Höfundur   Nutt ex Rydb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Hagi’
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dreyrakvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleikur.
     
Blómgunartími   Sumar.
     
Hæð   60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur, lágvaxinn runni með sívalar rauðbrúnar og hárlausar og hárlausar greinar.
     
Lýsing   ‘Hagi’ er með rauðari bleik blóm og grænni blöð en ‘Pýri’ og hlutfall milli lengdar og breiddar jafnara. 'Hagi' er með blóm í minna hvelfdum sveip en ‘Pýri’ sem er með blágrænni blöð og ívið lengri en þau eru breið, en blómskipunin á það til að vera mjög hvelfd, eiginlega frekar pýramídalaga. ‘Pýri’ er með hreinni bleikan lit en ‘Hagi’.
     
Heimkynni   NV Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   Ólafur S. Njálsson 2012.
     
Fjölgun   Sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beðkanta, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta frá 1995, Spiraea densiflora ‘Hagi’, sem er falleg og blómrík en kelur dálítið flest ár.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: ´Hagi’ er kvæmi eða yrki sem var valið úr plöntum af dreyrakvist í gróðrarstöðinni Nátthaga, plönturnar komu upp af fræi. ‘Pýri’ er annað kvæmi eða yrki valið úr sama plöntuhóp.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is