Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Celmisia hookeri
Ćttkvísl   Celmisia
     
Nafn   hookeri
     
Höfundur   Ckn.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gráselma
     
Ćtt   Körfublómaćtt (Asteraceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur/gulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hćđ   10-25 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Gráselma
Vaxtarlag   Ţýfđ jurt, stönglar ţaktir ţétt sköruđum laufslíđrum.
     
Lýsing   Lauf allt ađ 30 x 8 sm, aflöng til breiđlensulaga, hárlaus ofan, lóhćrđ neđan, heilrend, mjókka niđur í stuttan lauflegg eđa hálfásćtin. Körfur eru 6-10 sm í ţvermál á stuttum, sterklegum blómlegg allt ađ 30 sm löngum, reifablöđ 20 mm, geislablóm um 25 mm. Aldin um 3 mm, sívöl, silkihćrđ.
     
Heimkynni   Nýja Sjáland.
     
Jarđvegur   Léttur, vel framrćstur, fremur ţurr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í beđ.
     
Reynsla   Harđgerđ tegund og auđrćktuđ, spurning hvort hún sé undir réttu nafni í Lystigarđinum, ţar sem hún hefur veriđ lengi í rćktun og ţrifist vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Gráselma
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is