Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Aconitum napellus
Ćttkvísl   Aconitum
     
Nafn   napellus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Venusvagn, bláhjálmur
     
Ćtt   Sóleyjarćtt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Blár eđa purpuramengađur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hćđ   0.8-1.3m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Venusvagn, bláhjálmur
Vaxtarlag   Rćtur međ hnýđum. Stönglar uppréttir, mjög laufóttir. Lauf meira eđa minna kringlótt, handflipótt eđa skipt í 5-7 flipa, hárlaus eđa öng hćrđ, smálauf flipótt eđa tennt.
     
Lýsing   Blómskipunin í klösum, oftast ţéttblóma, stöku sinnum stuttgreind frá grunni, blómleggir hárlausir eđa meira eđa minna ţétt hrokkinhćrđir. Blómin blá eđa purpuramenguđ. Hjálmur hvolflaga, yfirleitt breiđari en hár. Sporar beinir. Frjóţrćđir stundum hćrđir. Frćhýđi oftast 3, frć ţríhyrnd og međ mjóa vćngi á hornunum.
     
Heimkynni   Evrópa, Asía, Ameríka.
     
Jarđvegur   Djúpur, frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, www.seedaholic.com/aconitum-napellus-newry-blue. html, www.perennials.com/plants/aconitum-blue-sceptre.htm
     
Fjölgun   Skipting ađ vori eđa hausti, haustsáning.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeđ, í rađir, í blómaengi. Ţarf ekki uppbindingu.
     
Reynsla   Harđgerđ planta, góđ til afskurđar. Öll plantan eitruđ, einkum rćtur. Venusvagninn er međal elstu, ţekktustu og harđgerđustu garđplantna hérlendis.
     
Yrki og undirteg.   Ýmis yrki eru til svo sem 'Album' ('Albidum´) blómin hvít, 'Newry Blue' er mjög gott og gamalt írskt yrkimeđ fallegt, upprétt ax og blómin eru međ dýpsta fagurblá litinn, verđur um 120 sm hátt. Blóm í júlí. 'Blue Sceptre' 65-75 sm, blómin stór, tvílit, fjólublá og hvít.
     
Útbreiđsla  
     
Venusvagn, bláhjálmur
Venusvagn, bláhjálmur
Venusvagn, bláhjálmur
Venusvagn, bláhjálmur
Venusvagn, bláhjálmur
Venusvagn, bláhjálmur
Venusvagn, bláhjálmur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is