Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Tulipa |
|
|
|
Nafn |
|
urumiensis |
|
|
|
Höfundur |
|
Stapf. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Gulltúlipani* |
|
|
|
Ætt |
|
Liljuætt (Liliaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær laukur. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulur/rauðleit að utan. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
10-20 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Laukur allt að 2 sm í þvermál, hnöttóttir. Innra borð laukhýðis lítið eitt hært við grunninn. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómstönglar 10-20 sm, að mestu neðanjarðar, hárlausir. Lauf 2-4 talsins, græn eða dálítið bláleit, oftast í sléttri blaðhvirfingu, hárlaus. Knúppar drúpandi. Blóm 1 eða 2. Blómhlífarblöð allt að 4 x 1 sm, gul með lilla eða rauðbrúnni slikju á ytra borði. Frjóþræðir hærðir, frjóhnappar og frjó gult.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
NV Íran. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, sendinn, framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Hliðarlaukar, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, sem undirgróður undir tré og runna. |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgerð og auðræktuð tegund. Ein gömul breiða af þessum túlipana er í Lystigarðinum, blómstrar mikið og breiðist út. Önnur planta sem sáð var tiæ 1989 og gróðursett í beð 1992 þrífst vel og fjölgar sér líka í Lystigarðinum. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|