Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Sorbus koehneana
Ættkvísl   Sorbus
     
Nafn   koehneana
     
Höfundur   C.K. Schneid.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Postulínsreynir*
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni eða lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   3-5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Stórvaxinn runni eða lítið tré, verður allt að 5 m hátt í heimkynnum sínum. Greinar grannar, dökkrauðar eða súkkulaðibrúnar. Brumin egg-keilulaga, rauð-dökkrauð, allt að 7-10 mm á lengd með rauðbrúnum til hvítum hárum í toppinn.
     
Lýsing   Lauf stakfjöðruð, allt að 15(-21) sm á lengd með 9-11 laufblaðapörum. Smáblöðin að 19 x 8 mm, oddbaugótt-aflöng, hvasstennt að minnsta kosti ¾ af lengdinni, ekki nöbbótt á neðra borði. Blómin í álútum sveip. Blómin hvít um 10 mm í þvermál. Aldin hvít og oft meira eða minna með bleikri slikju við grunn, oftast 7,5 x 7,5 mm (sjaldan 10 x 10 mm) meira og minna eplalaga. Fræ dökkbrún, að 2,75 x 1,75mm og allt að 5 í hverju aldini. (McAll.)
     
Heimkynni   Kína (Shensi, Kansu, Honan, Jubei og Sichuan).
     
Jarðvegur   Frjór, lífefnaríkur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   15, www.rareplants.es/shop/product.asp?P_ID=10347
     
Fjölgun   Haustsáning.
     
Notkun/nytjar   Í trjá- og runnabeð.
     
Reynsla   Hvort þessi tegund er í ræktun er ekki vitað fyrir víst. Sá S. koehneana sem var í garðinum frá fyrri tíð hefur nú verið nefndur S. frutescens (nafnaruglingur). Hann nefnist ekki koparreynir lengur en koparreyniheitið fylgir nú S. frutescens (sjá lýsingu á honum og myndir).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is