Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Sorbus discolor
Ættkvísl   Sorbus
     
Nafn   discolor
     
Höfundur   (Maxim.) Maxim.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hvítreynir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Pyrus discolor Maxim. , Pyrus pekinensis (Koehne) Cardot, Sorbus pekinensis Koehne
     
Lífsform   Lauffellandi runni eða tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Græn-rjómahvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   3-8(-10) m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Hvítreynir
Vaxtarlag   Tré eða stórvaxinn runni, allt að 10 m á hæð. Árssprotar rauð-gráir. Brumin keilulaga-egglaga, djúprauð, um 13 mm, með rauðbrúnum hárum á oddi og á jöðrum brumhlífa.
     
Lýsing   Lauf allt að 20(-27) sm á lengd með (4-)6-8(-11) blaðpörum. Smáblöðin að 43x18 mm egg-lensulaga, nöbbtótt eða ekki nöbbótt á neðra borði. Blómskipunin pýramídalaga skúfur með græn-rjómahvítum blóm, krónublöðin verða aftursveigð mjög snemma. Aldin verða hvítleit og með meira eða minna skarlatsrauðri slikju, allt að 8,25 x 8,5 mm en oft minni, oftast stinn en ekki eins hörð og á fjórlitna smátegundum sem eru með geldæxlun. Bikar mjög kjötkenndur. Frævur 3-5, undirsætnar, tengdar að mestu leyti í toppinn nema í blámiðjunni, ögn hærðar. Stílar að 1,75-2 mm, með nokkru millibili. Fræ dökk brún, allt að 3 x 2,5 mm. Breytileg tegund. 2n=34.
     
Heimkynni   N Kína (Anhwei, Beijing, Chili, Hunan, Jubei, Hopei, Kansu, Shensi).
     
Jarðvegur   Frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1, 15
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í skrautrunnabeð.
     
Reynsla   Númer frá þremur mismunandi stöðum í uppeldi 2007 (ógreind).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Hvítreynir
Hvítreynir
Hvítreynir
Hvítreynir
Hvítreynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is