Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Rubus spectabilis
Ættkvísl   Rubus
     
Nafn   spectabilis
     
Höfundur   Pursh.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Laxaber
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Rauðbleikur.
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   50-100 sm (-200 sm)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Laxaber
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 200 sm hár. Stönglar uppréttir, hárlausir með fíngerð þornhár. Lauf allt að 15 sm, 3-fingruð, smálauf egglaga, allt að 10 sm, lang-odddregin, sagtennt, hárlaus.
     
Lýsing   blöðin þrískipt, fremur þunn, 5-15cm á lengd, hvert smáblað 3-6cm, Blómin bleik til dumbrauð, 2-3,5 sm í þvermál, oftast stök. Bikar ullhærður, bikarblöð ydd. Aldin egglaga, stór, appelsínugul.
     
Heimkynni   V N Ameríka.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, fremur frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting.
     
Notkun/nytjar   Í limgerði, í þyrpingar, sem undirgróður, til að binda jarðveg.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem kom í garðinn 1982 og gróðursett í beð það sama ár. Harðgerð planta, mikil rótarskot, breiðist nokkuð svo hratt út.
     
Yrki og undirteg.   Rubus spectabilis 'Flore Pleno' með stór fyllt blóm.
     
Útbreiðsla  
     
Laxaber
Laxaber
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is