Halldór Laxness "Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."
|
Ættkvísl |
|
Primula |
|
|
|
Nafn |
|
reidii |
|
|
|
Höfundur |
|
Duthie |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Skálalykill |
|
|
|
Ætt |
|
Maríulykilsætt (Primulaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur eða beinhvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí. |
|
|
|
Hæð |
|
10-15 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Háfjallaplöntur sem eiga víst snjóskýli á heimaslóðum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 5-20 x 2-3 sm, aflöng til aflöng-lensulaga, snubbótt eða bogadregin, flipar tenntir til gróf bylgjaðir með löng, margfruma hár, mjókka smám saman að leggnum.
Blómstönglar 6-15 sm háir, hárlausir, hvítmélugir ofan til, lengri en laufin með 3-10 (sjaldan aðeins eitt) legglaus blóm. Bikarinn 6-9 mm, breiðbjöllulaga, grænn eða purpura á bláblóma afbrigðum, jaðrar hærðir.
Krónan um það bil 2 sm breið, hvít eða beinhvít oft mélug utan. Pípan 9-10 mm, víkkar snöggt í bjöllulaga krónu. Flipar breið-bogadregnir og sýldir.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
N Pakistan, V & M Nepal, Indland. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, framræstur en þó vel rakaheldinn. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Engir. |
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting að hausti, sáning að hausti. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í kanta, í beð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Tegundir úr þessari deild þykja fremur erfiðar í ræktun og því hefur reynst erfitt að ná í fræ nema af örfáum tegundum. Hefur verið reynd í garðinum en ekki lifað lengi hverju sinni.
Erlendis er tegundin oftast ræktuð í pottum í góðri laufmoldarblöndu, hafðar í sólreit yfir veturinn en færðar út að vori, þurfa reglulega vökvun yfir sumartímann |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
var. williamsii Ludlow. er grófgerðari, stærri en aðaltegund að öllu leyti, blóm yfirleitt fölblá eða blá með hvítt auga. Heimk.: VM Nepal. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|