Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Primula luteola
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   luteola
     
Höfundur   Ruprecht.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mánalykill
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Ljósgulur, dekkri nćst miđju.
     
Blómgunartími   Júní-júlí (vor-snemmsumar).
     
Hćđ   20-35 sm
     
Vaxtarhrađi   Međalhrađvaxta.
     
 
Mánalykill
Vaxtarlag   Lík hávöxnum afbrigđum af tyrkjalykli (P. auriculata ssp auriculata), en laufin er upprétt, lensulaga, hvass og reglulega tvísagtennt. Blađhvirfingin opin.
     
Lýsing   Laufin 10-30 sm, lensulaga til oddbaugótt til öfuglensulaga, ekki mélug, hvass smátennt, niđursveigđ, snubbótt eđa bogadregin í oddinn, mjókka smám saman ađ grunni í vćngjađan legg. Blómskipunarleggur kröftugur, 15-35 sm, hvítmélugur efst. Blómskipun samhverf til kúlulaga, međ 10-25 blóm í strjálblóma sveip. Stođblöđ bandlaga til lensulaga, 5-7 mm, grunnur útblásinn, blómleggir mélugir, 10-20 mm. Blóm trektlaga. Bikar bjöllulaga, 5-6 mm, flipar mélugir innan og á jöđrunum, lensulaga. Króna allt ađ 1,5 sm í ţvermál, kragalaus, gul. Frćhýđi hnöttótt, innilukt í bikarinn.
     
Heimkynni   Dagestan í NA Kákasus.
     
Jarđvegur   Rakaheldinn, rakur, frjór.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting ađ vori eđa hausti, skipta ţarf oft, helst annađ hvert ár, sáning ađ hausti.
     
Notkun/nytjar   Í kanta, sem undirgróđur, viđ tjarnir og lćki, norđan og austan viđ hús.
     
Reynsla   Gróskumikil og auđrćktuđ tegund. Vex viđ uppsprettur og í raklendi í heimalandi sínu. Í N1-L frá 1980 eđa ţar um bil og ţrífst međ ágćtum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Mánalykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is