Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Saxifraga foliolosa
Ćttkvísl   Saxifraga
     
Nafn   foliolosa
     
Höfundur   R. Br., J. Voy. N.-W. Passage, Bot. : 275 (1824)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hreistursteinbrjótur
     
Ćtt   Saxifragaceae (Steinbrjótsćtt)
     
Samheiti   Saxifraga foliosa auct. Saxifraga stellaris var. comosa Retz.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í rökum leir og aur oft innan um mosa.
     
Blómlitur   Ćxlikorn en ekki eiginleg blóm
     
Blómgunartími  
     
Hćđ   0.03-010 m
     
 
Hreistursteinbrjótur
Vaxtarlag   Stönglar uppréttir, stundum međ einu toppblómi. Greinarnar stuttar, blómlausar en međ ltilum grćnum ćxlikornum, 3-10 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin gróf og gistennt framan til, áţekk blöđum stjörnusteinbrjóts en heldur mjórri. Afar sjaldgćf tegund sem vex ađeins mjög hátt til fjalla. Hann blómgast yfirleitt ekki, en er međ ţyrpingu af dökkmóleitra ćxlikorna á enda blómleggja. 2n = 56.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   2,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Sjaldgćfur, ađeins fundinn hátt til fjalla á Miđnorđurlandi frá Skagafirđi austur í Kinnarfjöll. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Kanada, Finnland, Grćnland, Ítalía, Mexíkó, Noregur, Svíţjóđ, N Ameríka.
     
Hreistursteinbrjótur
Hreistursteinbrjótur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is