Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Draba incana
Ćttkvísl   Draba
     
Nafn   incana
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 643 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Grávorblóm
     
Ćtt   Brassicaceae (Krossblómaćtt)
     
Samheiti   Draba confusa Ehrh. Draba stylaris Koch Draba incana subsp. pyrenaea O. Bolós & Vigo Draba incana subsp. thomasii (Koch) Arcangeli
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í mólendi, ţurru valllendi, brekkum og melum, finnst einnig á röskuđum svćđum t.d. í vegköntum.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hćđ   0.08-0.20 m
     
 
Grávorblóm
Vaxtarlag   Stönglar yfirleitt fleiri en einn, lođnir, uppréttir, stinnir, ţéttblöđóttir einkum neđan til, yfirleitt greindir ofan til, 8-20 sm á hćđ. Öll jurtin meira eđa minna gráhćrđ.
     
Lýsing   Flest blöđin í ţéttri reglulegri blađhvirfingu viđ grunn. Grunnblöđin oddbaugótt eđa lensulaga og mjókka ađ grunni meira eđa minna tennt. Stöngulblöđin styttri og breiđfćttari, oddbaugótt eđa lensulaga, gróftennt, 8-20 mm á lengd. Blómin hvít, fjórdeild, nokkur saman í klasa á stöngulendum. Krónublöđin lítiđ eitt útsveigđ, 3-4 mm á lengd. Bikarblöđin grćn eđa fjólubláleit, aflöng-sporbaugótt og himnurend, Frćflar sex og ein frćva. Aldinin mjóoddbaugótt, 6-9 mm á lengd, 2-3 mm á breidd, međ skýrum miđstreng á hliđinni, stundum hćrđ. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Hagavorblóm. Grávorblóm auđţekkt á ţéttblöđóttum stönglum og reglulegi og ţéttari blađhvirfingum viđ grunn.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algeng um land allt, utan viđ miđhálendiđ. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Kína, Evrópa, N Ameríka, Grćnland, Kanada og víđar.
     
Grávorblóm
Grávorblóm
Grávorblóm
Grávorblóm
Grávorblóm
Grávorblóm
Grávorblóm
Grávorblóm
Grávorblóm
Grávorblóm
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is