Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Carex maritima
Ćttkvísl   Carex
     
Nafn   maritima
     
Höfundur   Gunnerus, Fl. Norveg. 2: 131. 1772.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bjúgstör
     
Ćtt   Cyperaceae (Stararćtt)
     
Samheiti   Carex incurva Lightfoot; C. maritima var. setina (H. Christ ex Scheutz) Fernald; C. maritima subsp. yukonensis A. E. Porsild
     
Lífsform   Fjölćr grasleitur einkímblöđungur
     
Kjörlendi   Vex í sendinni jörđ og raklendi, á rökum árbökkum, eyrum, deigum söndum viđ sjó og inni á örćfum ţar sem hentug skilyrđi eru fyrir hendi. Víđa um land allt.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní
     
Hćđ   0.05 - 0.20 (-0.25) m
     
 
Bjúgstör
Vaxtarlag   Langskriđull, marggreindur jarđstöngull, myndar mjög langar, greindar og skriđular renglur, einkum ţegar hún vex í sandi. Stráin grágrćn, nćr sívöl, oftast kengbogin, slétt, og sitja oft í löngum röđum á jarđstönglinum, 8-20 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin grágrćn eđa blágrćn, snarprend oftast međ uppundnum röđum, meira eđa minna uppvafin neđan til en ţrístrend í endann, frekar mjó, eđa ađeins 1-1,5 mm á breidd. Samaxiđ hnöttótt eđa egglaga, frekar stórt í samanburđi viđ jurtina sjálfa. Nokkur ţéttstćđ öx saman í keilulaga hnapp (1,5x1 sm), líkt og eitt ax vćri, karlblómin efst í hverju axi en kvenblómin neđar. Axhlífarnar stuttar og móleitar međ ljósara faldi og skarpri miđtaug talsvert styttri en hulstrin sem eru gljáandi og grćn neđan til en oft brún ofan til og međ stuttri og snarpri trjónu.Tvö frćni. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Engar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357320
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algeng međ ströndum landsins og međfram stórfljótum, einnig víđa á sandeyđimörkum miđhálendisins. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grćnland, Alaska, S Ameríka, Evrópa, Asía.
     
Bjúgstör
Bjúgstör
Bjúgstör
Bjúgstör
Bjúgstör
Bjúgstör
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is