Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Fróđleikur
Í greinasafni er að finna margvíslegan fróðleik um ýmislegt sem lýtur að garðyrkju. Greinaflokkar eru valdir hér að neðan. Undir hverjum flokki eru síðan fjölmargar greinar eftir ýmsa höfunda.

Góða skemmtun.
Sumarblóm
Hér eru taldar upp helstu ćttkvíslar og tegundir sumarblóma sem eru í rćktun hérlendis. Valiđ var ađ ţessu sinni ađ rađa plöntunum upp í stafrófsröđ latneskra heita, enda eru meiri líkur á ţví ađ ţađ hjálpi eitthvađ til ţegar fólk fer út ađ leita ađ góđum tegundum í blómabúđum eđa í blómamiđstöđvum.

Sumarblómarćktun í skammdeginu er upplagt áhugamál fyrir alla fjölskylduna. Gleđi og ánćgja felst í ţví ađ sá til fallegra blóma, sjá ţau vaxa og dafna og planta ţeim ađ lokum út í garđinn ađ vori.

Sumarblóm eru mjög áberandi í görđum frá vori til hausts. Ţau má rćkta í beđum, pottum, kerjum eđa kössum á svölum eđa veröndum. Allsstađar er pláss fyrir nokkur falleg sumarblóm. Treysta má ţví ađ vel upp alin sumarblóm blómgast nánast allt sumariđ séu stöđugur gleđigjafi međ litadýrđ sinni.

Margar mjög góđar garđplöntur eru tvíćrar, en orđiđ skýrir ćvilengd plöntunnar og einnig ţađ ađ ala ţarf hana upp á fyrra ári en hún blómstrar síđan á seinna árinu. Ţćr eru margar fyrirtaks sumarblóm og auđveldar í rćktun.

Sumarblóm eru til ýmissa hluta nýtileg í garđinum og skreyta hann međ ríkulegri blómgun allt sumariđ. Ţau má međal annars nota í ker og kassa, til uppfyllingar í fjölćru beđin eđa steinhćđina og ekki má gleyma ađ fjölmörg ţeirra henta vel til afskurđar og eru ţá bćđi til prýđi innan húss og utan.

Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is