Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Clematis × jackmanii ‘Nelly Moser’
Ættkvísl   Clematis
     
Nafn   × jackmanii
     
Höfundur   T. More
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Nelly Moser’
     
Höf.   (lan. Moser 1897)
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Klifurrunni
     
Kjörlendi   Sól og skjól
     
Blómlitur   Fölbleikur
     
Blómgunartími   Júlí-september
     
Hæð   1-1,5 m (-3 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Klifurrunni - vafrunni.
     
Lýsing   Clematis 'Nelly Moser' er auðræktað yrki, myndar stór, flöt, falleg blóm átta-bikarblaða, sem eru 15- 20 sm í þvermál, föl blápurpura-bleik blóm (bikarblöðin eru með rauðbleika miðju) með purpurabrúna fræfla þekja þessa vafningsplöntu á sumrin. Blómin eru fölbleik-kirsuberjableik með áberandi geislandi, skærrauða miðrák á hverju krónublaði. Flestar bergsóleyja-tegundir þrífast best á sólríkum stað Þetta yrki þolir betur að vera í skugga en flest önnur, og blómlitir haldast yfirleitt betur í hálfskugga. Blómin á þessu yrki koma aðallega á sprota frá fyrra ári, síðla vors Plantan blómstrar frá því snemmsumars og fram eftir sumri, stundum kemur líka annar blómgunartími seinna á nýja (þessa árs) sprota undir haust en blómgunin er ekki eins stórfengleg og sú fyrri. Blómin mynda fallega frækolla.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, léttur, lífefnaauðugur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   http://www.finegardening.com, http://www.missouribotanicalgarden.org
     
Fjölgun   Fjölgað með græðlingum að vori eða hálftrénuðum sprotum snemmsumars.
     
Notkun/nytjar   Klifurgrindur á allra bestu stöðum, gróðurskála.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt (2003) planta sem vex nokkuð vel, en blómstrar lítið.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is