Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Clematis × jackmanii ‘Nelly Moser’
Ćttkvísl   Clematis
     
Nafn   × jackmanii
     
Höfundur   T. More
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Nelly Moser’
     
Höf.   (lan. Moser 1897)
     
Íslenskt nafn  
     
Ćtt   Sóleyjarćtt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Klifurrunni
     
Kjörlendi   Sól og skjól
     
Blómlitur   Fölbleikur
     
Blómgunartími   Júlí-september
     
Hćđ   1-1,5 m (-3 m)
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Klifurrunni - vafrunni.
     
Lýsing   Clematis 'Nelly Moser' er auđrćktađ yrki, myndar stór, flöt, falleg blóm átta-bikarblađa, sem eru 15- 20 sm í ţvermál, föl blápurpura-bleik blóm (bikarblöđin eru međ rauđbleika miđju) međ purpurabrúna frćfla ţekja ţessa vafningsplöntu á sumrin. Blómin eru fölbleik-kirsuberjableik međ áberandi geislandi, skćrrauđa miđrák á hverju krónublađi. Flestar bergsóleyja-tegundir ţrífast best á sólríkum stađ Ţetta yrki ţolir betur ađ vera í skugga en flest önnur, og blómlitir haldast yfirleitt betur í hálfskugga. Blómin á ţessu yrki koma ađallega á sprota frá fyrra ári, síđla vors Plantan blómstrar frá ţví snemmsumars og fram eftir sumri, stundum kemur líka annar blómgunartími seinna á nýja (ţessa árs) sprota undir haust en blómgunin er ekki eins stórfengleg og sú fyrri. Blómin mynda fallega frćkolla.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarđvegur   Frjór, léttur, lífefnaauđugur, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   http://www.finegardening.com, http://www.missouribotanicalgarden.org
     
Fjölgun   Fjölgađ međ grćđlingum ađ vori eđa hálftrénuđum sprotum snemmsumars.
     
Notkun/nytjar   Klifurgrindur á allra bestu stöđum, gróđurskála.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein ađkeypt (2003) planta sem vex nokkuđ vel, en blómstrar lítiđ.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is