Málsháttur Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
|
Viburnum × rhytidophylloides
Ættkvísl |
|
Viburnum |
|
|
|
Nafn |
|
× rhytidophylloides |
|
|
|
Höfundur |
|
Suringar |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Hrukkuber* |
|
|
|
Ætt |
|
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól eða hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Rjómahvít. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Vor-sumar. |
|
|
|
Hæð |
|
- 6 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Viburnum x rhytidophylloides er blendingur milli V. rhytidophyllum og V. lantana. Plantan er hálfsígræn, með marga stofna, upprétt-bogsveigður runni sem verður allt að 3-3,6 m hár og álíka breiður. |
|
|
|
Lýsing |
|
Líkur V. rhytidophyllum en næstum sumargræn. Lauf 20 sm, meira egglaga-oddbaugótt, stærri, minna snörp, fín-tennt. Plantan verður dálítið bogadregin með aldrinum. Flatir skúfar (allt að 10 sm í þvermál) með rjómahvít blóm að vorinu, önnur ljósari blóm koma að haustinu. Vorblómin mynda aldin snemma hausts, þau eru græn í fyrstu, verða síðan skærrauð og að lokum glansandi svört (í september). Það getur myndast lítið af aldinum sum árin. Leðurkennd, þykk, hrukkótt, egglaga-aflöng, dökkgræn lauf (allt að 12 sm löng) eru ljósgræn neðan, geta orðið brúngræn að vetrinum og tötraleg.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Garðauppruni (um 1925). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, vel framræstur jarðvegur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Engir þekktir sjúkdómar. |
|
|
|
Harka |
|
Z5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.missouribotanicalgarden.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í þyrpingar eða í blönduð runnabeð, í beðkanta, í limgerði. Snyrtið eftir þörfum strax að blómgun lokinni vegna þess að plantan myndar brum fyrir blóm næsta árs að blómgun lokinni. Mesta af aldinum myndast við víxlfrjóvgun foreldra eða klóna blendingsins. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1999, önnur var gróðursett í beð 2001, en hin 2004, báðar þrífast vel. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Yrkið ‘Woodland’ er með glansandi græn lauf. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|