Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Soldanella austriaca
Ættkvísl   Soldanella
     
Nafn   austriaca
     
Höfundur   Vierh.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ljósakögurklukka
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Blálilla með fjólubláar rákir á innra borði.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   Um 10 sm
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta.
     
 
Vaxtarlag   Laufin hálfhjartalaga, allt að 1 sm í þvermál. Blómstilkar allt að 9 sm háir, blómin stök, blálilla með fjólubláar rákir á innra borði, kögruð allt að 1/4 af lengd krónunnar.
     
Lýsing   Lík agnakögri (Soldanella minima) en kirtilhárin með endahnúða sem eru lengri og breiðari en leggur þar sem kirtlar eru næstum ásætnir. Lauf oft með grunna skerðingu. Loftaugu á bæði efra og neðra borði laufanna.
     
Heimkynni   Alpafjöll í Austurríki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, nóg vatn yfir veturinn, á svölum stað, ögn basískur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   6
     
Heimildir   1,2, encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Soldanella/austriaca
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í ker, í kanta.
     
Reynsla   Í J5 frá 1991 og hefur þrifist þar með ágætum.
     
Yrki og undirteg.   'Alba' er með hvít blóm.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is