Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Pinus peuce
Ættkvísl   Pinus
     
Nafn   peuce
     
Höfundur   Griseb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silkifura (Balkanfura)
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænt tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Kk reklar gulir, appelsínugulir, rauðir.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   10-20 m
     
Vaxtarhraði   Fremur hraðvaxta.
     
 
Silkifura (Balkanfura)
Vaxtarlag   Tré 10-20 m há í heimkynnum sínum. Króna mjó-keilulaga. Bolur oft greinóttur alveg niður að jörð. Börkur þykkur, grábrúnn, á neðri hluta bols er hann djúprákóttur og með mjó hreistur. Greinar stuttar, sverar, uppsveigðar á ungum trjám en ± láréttar á gömlum trjám. Ársprotar grófir, grænleitir, glansandi, hárlausir!, grábrúnir á 1. ári.
     
Lýsing   Brum ydd, egglaga, 10 mm löng, brún, kvoðug. Barrnálar 5 saman í knippi, lifa 3 ár. Pensillaga á endum greinanna, greinar 7-10 sm langar,1 mm breiðar, beinar og nokkuð stinnar, grænar eða þá grágrænar, hvassyddar, jaðrar fíntenntir. Barrnálarnar eru með loftaugaraðir á öllum hliðum, kvoðugangur við yfirhúð. Nálaslíður eru 18-20 mm löng, skammæ, detta af á 1. ári. Könglar kvoðugir, endastæðir, stakir eða allt að 3-4 saman, leggstuttir. Uppstæður eða hangandi 8-15 sm langir, 2-3 sm breiðir, sívalir, ljósbrúnir. Köngulskeljar öfugegglaga, um 1 sm, allgreinilega langrákóttar. Fræ 7 mm löng, egglaga, vængir 15(-20) mm langir.
     
Heimkynni   Júgóslavía, Albanía, Grikkland, 800-2100 m h.y.s.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, sendinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1,7, 9
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, sem stakstæð tré, í beð, í brekkur, í steinhæð, í fláa, klippt í ker.
     
Reynsla   Nokkrar misgamlar plöntur eru til í Lystigarðinum, þrífast vel, ekkert kal. Hefur reynst vel í garðinum. Harðgerð og auðræktuð tegund og mun harðari en hörkutalan gefur til kynna. Þolir vel klippingu. Skýla þarf ungplöntum.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki í ræktun erlendis sem þyrfti að prófa betur, svo sem 'Aurea' með dauf-gulleitar nálar, litur skærari að vetri, 'Aureovariegata' skærgult barr á yngri sprotum, síðar fagurgrænar og að lokum má nefna 'Glauca Compacta' þéttvaxið yrki með bláleitt barr.
     
Útbreiðsla   Fljótvaxin, harðgerð og einkar falleg fura.
     
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Silkifura (Balkanfura)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is