Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Picea abies
Ættkvísl   Picea
     
Nafn   abies
     
Höfundur   (L.) Karst.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rauðgreni
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae).
     
Samheiti   Syn.: P. excelsa (Lam.) Link.
     
Lífsform   Sígrænt tré.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   10-20 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Rauðgreni
Vaxtarlag   Tré, 30-50 m hátt í heimkynnum sínum, einstofna, stofn beinn, súlulaga, allt að 2 m í þvermál, börkur rauðbrúnn til grár, flagnar af í þunnum hreistrum. Króna oddmjó-keilulaga, þétt. Aðalgreinar láréttar eða bogna niður á við, með ± uppsveigða enda, smágreinar neðan á aðalgreinum hanga beint niður (kemur betur og betur í ljós með aldrinum).
     
Lýsing   Ársprotar brúnir til rauðgulir, hárlausir til lítið eitt hærðir. Brum mjókeilulaga, ydd, ljósbrún, kvoðulaus. Barr skiptist eins og kambur á neðri hlið greina, með loftaugu á öllum 4 hliðunum, dökkgræn. Könglar hangandi, sívalir 10-15 sm langir, 3-4 sm breiðir, ungir grænir eða rauðir hreistur fremur hörð, tígullaga mjókka í efri endann, snubbótt í oddinn eða framjöðruð.
     
Heimkynni   N & M Evrópa, fjöll M Evrópu.
     
Jarðvegur   Rakur, fremur súr, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1,2,7
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar í þokuúðum.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, sem stakstæð tré, í raðir, í limgerði, í skógrækt.
     
Reynsla   Þrífst vel í Lystigarðinum, kelur ekkert. Harðgerð og þolin en þurftafrek tegund. Skýla þarf ungplöntum í uppeldi. Elstu tré á Þingvöllum frá 1899, í Ræktunarstöð Norðurlands frá 1903, í Hallormsstað 1908. Rótarkerfið er grunnt og trjám því hætt við rótarveltum í roki. Ræktað sem skógartré á stöðum fjarri sjó á skjólsælum stöðum víða um land.
     
Yrki og undirteg.   Mörg yrki, t.d. Picea abies 'Nidiformis' - sátugreni - með tenntar nálar, hefur staðið sig vel í garðinum. Picea abies ssp. obovata (Ledeb.) Hultén - Síberíugreni , vetrargreni - rétt nafn = Picea obovata, með útbreiðslu norðarlega í tempraða beltinu, könglar aðeins 6-8 sm að lengd, spólulaga til egglaga, köngulhreistur öfugegglaga með ávölum stundum tvíyddum enda (ekki trosnuðum), árssprotar alveg þétthærðir og nálar 10-1 8mm að lengd. Yfir 100 yrki í ræktun erlendis sem lítt eða ekki eru reynd hérlendis en ættu að ganga þokkalega. 'Acrocona', 'Ohlendorffii' og 'Viminalis' eru þó í uppeldi i garðinum.
     
Útbreiðsla   Þroskaði fræ: Mjög mikilvægt skógartré, þrífst vel þar sem loftraki er mikill og fremur svalt, í góðum dálítið rökum leirjarðvegi eða leirbornum sandi. Hefur lengi verið í ræktun.
     
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Rauðgreni
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is