Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Philadelphus |
|
|
|
Nafn |
|
lewisii |
|
|
|
Höfundur |
|
Pursh. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Hærukóróna |
|
|
|
Ætt |
|
Hindarblómaætt (Hydrangaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól eða hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemmsumars. |
|
|
|
Hæð |
|
-3 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, uppréttur runni allt að 3 m hár. Börkur greina á öðru ári er brúngulur eða kastaníubrúnn, flagnar ekki, en er með þverstæðar sprungur. Ársprotar hárlausir, en randhærð á hnjánum. Axlabrumin hulin. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 4-5,5 × 2-3,5 sm, grunnur bogadreginn, laufin hvassydd, snubbótt eða ögn langydd, meira eða minna heilrend eða ógreinilega fíntennt með mjög lítið af löngum grófum hárum á æðastrengjunum á efra borði og með hárskúfa í hornum æðastrengjanna á neðra borði, jaðrar randhærðir. Blómin 5-11 í klasa, krónublöðin fjögur mynda kross, blómin 3-4,5 sm í þvermál. Bikarblöð egglaga, 5-6 × 3 mm, breið við grunninn. Fræflar 28-35 talsins, þeir lengstu eru hálf lengd krónublaðanna. Fræflar og skífur hárlaus, stíll styttri en lengstu fræflarnir, hárlaus, óskiptur eða ögn skiptur ofantil. Fræin með langan hala.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Vestur N-Ameríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, sendinn, meðalfrjór, rakur, vel framræstur. Sýrustig skiptir ekki máli. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
Z5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.pfaf.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, græðlingar, sveiggræðsla.
Fræ þarf 1 mánaðar forkælingu. Sáið í febrúar á bjartan stað í sólreit. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær eru þeim plantað hverri í sinn pott og hafðar í gróðurhúsi næsta vetur. Gróðursetjið þær á framtíðastaðinn næsta vor eða snemmsumars þegar frosthætta er liðin hjá.
Sumargræðlingar, 7-10 sm langir, eru teknir af hliðagreinum í ágúst og settir í skyggðan sólreit. Gróðursetjið að vorinu. Flestir rætast. Vetrargræðlingar , 15-20 sm langir með hæl eru teknir í desember (erlendis) og settir í skjólgott beð utan dyra. Margir þeirra rætast. Sveiggræðsla að sumrinu er mjög auðveld.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í blönduð beð, í kanta. Auðræktaður runni, þrífst í hvaða meðalfrjóum jarðvegi sem er. Þolir magran jarðveg. Lifir í hálfskugga en blómstrar miklu meira í miklu sólskini. Mjög skrautleg planta með ilmandi blóm.
Þolir allt að – 15°C.
Blómin eru með sætan appelsínuilm.
Runninn þolir vel snyrtingu Það er hægt að klippa þriðja hvern sprota niður við jörð árlega og hvetja þar með til vaxtar nýrra greina og meiri blómgunar.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 2010, önnur var gróðursett í beð 2013 en hin er í sólreit 2013. Meðalharðgerður-harðgerður. Hefur þrifisr vel í garðinum og blómgast árlega. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|