Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Papaver rhoeas
Ættkvísl   Papaver
     
Nafn   rhoeas
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Deplasól
     
Ætt   Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Einær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Skærrauður.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   - 90 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Einær jurt, allt að 90 sm há. Blómstilkar uppréttir, greinóttir, stinnhærðir, sjaldan hárlausir. Lauf fjaðurskipt eða fjaðurflipótt, fliparnir lensulaga, langyddir, allt að 15 sm langir.
     
Lýsing   Blómin stök, allt að 7,5 sm í þvermál. Bikarblöð stinnhærð. Krónublöð bogadregin til egglaga, oftast heilrend, stöku sinnum bogtennt til framjöðruð, skærrauð, stundum með svartan blett við grunninn. Frænisskífa 5-18 geisla. Aldin hálfhnöttótt, allt að 2 sm, hárlaus.
     
Heimkynni   Tempraða beltið á norðurhveli.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í blómaengi.
     
Reynsla   Hefur stöku sinnum verið í Lystigarðinum, en er þar ekki 2015.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is