Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Papaver nudicaule
Ættkvísl   Papaver
     
Nafn   nudicaule
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garðasól
     
Ætt   Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur með gulan grunnblett, gulur, appelsínugulur, ferskjulitur eða fölrauður.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hæð   - 30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Garðasól
Vaxtarlag   Fjölæt jurt, allt að 30 sm há. Stöngull mjög stuttur. Flest laufin grunnlauf, 3-15 sm, fjaðurskert til fjaðurskipt, dálítið bláleit, dúnhærð, flipar 3-4, aflöng, ydd, skert, stöku sinnum broddydd.
     
Lýsing   Blóm allt að 7,5 sm í þvermál, stök, stundum ofkrýnd. Krónublöð 4, öfugegglaga, ytra parið stærra en hitt, hvít með gulan grunnblett, gul, appelsínugul, ferskjulit eða fölrauð, í fellingum. Frjóhnappar gulir, frænisskífa 4-6 geisla. Aldin allt að 1,5 sm, aflöng eða öfugegglaga-hnöttótt, oftast stinnhærð.
     
Heimkynni   Norðurhvel, hálfarktísk.
     
Jarðvegur   Sendinn, vel framræstur, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   í steinhæð, í breiður með grösum, í blómaengi með bláklukkum, fjólum og fleiri tegundum.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru nokkrar plöntur frá mismunandi árum undir þessu nafni. Sáir sér mikið og heldur sér við með sáningu. Harðgerð jurt, ekki heppileg garðplanta, sáir sér ótæpilega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Garðasól
Garðasól
Garðasól
Garðasól
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is