Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Paeonia |
|
|
|
Nafn |
|
officinalis |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Bóndarós |
|
|
|
Ætt |
|
Bóndarósarætt (Paeoniaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Purpurarauður. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
50-60 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Breiðir brúskar stórra laufblaða, blómin stök á löngum stilkum sem eru ögn hærðir eða hárlausir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Fjölæringur, allt að 60 sm hár. Stilkar lítt hærðir, verða hárlausir með aldrinum. Lauf tvíþrífingruð, smálaufin dökkgræn, með grábláa slikju í sterkri sól, skipt í allmarga mjó-oddbaugótt til aflanga, ydda bleðla. Laufin allt að 11 × 2,5 sm, græn, hárlaus ofan, ögn hærð til hárlaus á neðra borði. Blómin allt að 13 sm breið, purpurarauð á löngum stilk. Krónublöðin öfugegglaga, útstæð. Fræflar allt að 1,5 sm, frjóþræðir rauðir, frjóknappar gulir. Frævur 2-3, þétthærðar. Aldin allt að 3 sm.&
|
|
|
|
Heimkynni |
|
M og S Evrópa. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Djúpur, frjór, vel framræstur, hæfilega rakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
8 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,2, http://www.rareplants.de |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting eða rótargræðlingar að hausti, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakstæð, í skrautblómabeð, raðir, þyrpingar. Ein af auðræktuðustu bóndarósunum.
Mjög gamlar plöntur sem blómstra lítið sem ekkert er hægt að taka upp og skipta og gróðursetja í nýja mold, því á löngu tíma geta bóndarósir valdið jarðvegsþreytu.
Ungar plöntur sem eru tregar að blómstra hafa ef til vill verið gróðursettar of djúpt. Brumin ættu að vera með um 3-4 (-5) sm moldarlag ofan á sér.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til tvær gamlar plöntur sem þrífast vel og blómstra árlega.
Harðgerð, þrífst vel á Akureyri, á að standa óhreyfð sem lengst. Öll yrkin sem nefnd eru til sögu þrífast einnig dável en eru dágóðan tíma að ná sér á strik. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|