Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Mimulus luteus
Ættkvísl   Mimulus
     
Nafn   luteus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Tígurtrúður
     
Ætt   Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulur/rauð-rauðbrúnir flekki.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   10-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, venjulega ekki með greinilegan jarðstöngul, hárlaus, Stönglar 10-30 sm, jarðlægir eða útafliggjandi til sjaldan uppsveigðir, kröftugir, holir, stundum kirtilhærðir en ekki límkenndur, myndar rætur á neðstu liðunum.
     
Lýsing   Lauf 2-3 sm, mörg, breið egglaga til aflöng, tennt, æðar 5-7, handskiptar. Bikar 5-hyrndur, 5-tennt. Króna 2-5 sm, gul með djúprauðar eða purura doppur.
     
Heimkynni   Chile.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting að vori, sáning, græðlingar að vori.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð, sem undirgróður.
     
Reynsla   Viðkvæm-meðalharðgerð, mjög breytileg tegund sem hefur kynblandast, skammlíf.
     
Yrki og undirteg.   'Tigrinus Grandiflorus' er sennilega þekktasta yrkið/sortin og hefur hún verið lengi í ræktun. 'Calypso' er ný og óreynd sort.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is