Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Lonicera tatarica
Ættkvísl   Lonicera
     
Nafn   tatarica
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rauðtoppur
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítgulur til skærrauður.
     
Blómgunartími   Vor-sumar.
     
Hæð   2-4 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Rauðtoppur
Vaxtarlag   Uppréttur, lauffellandi runni, allt að 4 m hár. Sprotar gráir, hárlausir.
     
Lýsing   Lauf allt að 6 sm, egglaga til lensulaga, hvassydd, bogadregin eða hálfhjartalaga við grunninn, oftast hárlaus, sjaldan smádúnhærð, bláleit á neðra borði. Blómin tvö og tvö saman, axlastæð. Blómleggir allt að 2 sm. Króna allt að 2,5 sm, hvít til skærrauð. Krónupípan bein eða ögn útblásin við grunninn. Berin hnöttótt, skarlatsrauð til gulappelsínugul.
     
Heimkynni   S Rússland, til M Asíu.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, sendinn, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Vetrar- og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í óhlippt limgerði, í þyrpingar, sem stakstæður runni, í blönduð beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein gömul planta undir þessu nafni og níu plöntur sem sáð var til 1979, gróðursettar í beð 1984 sem og ein planta sem sáð var til 1983 og gróðursett í beð 1984. Allar þrífast vel, en kala dálítið árlega. ----- Harðgerður runni og nokkuð vindÞolinn, þarf reglulega snyrtingu. Laufgast snemma á vorin eins og flestir toppar og hættir því við skemmdum í vorfrostum.
     
Yrki og undirteg.   Fjölmörg yrki í ræktun t.d. má nefna, 'Arnold's Red' með dökkrauð blóm og ber, ‘Fenzlii’ Laufin gulrákótt og gulflikrótt, 'Latifolia' með sverar og steklegar greinar, stór blöð, ljósbleik blóm og rauð ber, 'Virginalis' með hvít blóm og appelsínugul ber.
     
Útbreiðsla  
     
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Rauðtoppur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is