Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Polygonum aviculare ssp. boreale
Ættkvísl   Polygonum
     
Nafn   aviculare
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   ssp. boreale
     
Höfundur undirteg.   (Lange) Karlson
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blóðarfi
     
Ætt   Súruætt (Polygonaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Einær jurt- illgresi.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Grænn, hvítur, bleikur.
     
Blómgunartími   Júní - október.
     
Hæð   6-50(-90) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Blóðarfi
Vaxtarlag   Einær jurt með 1-7 stöngla, jarðlæga eða uppsveigða, greinist aðallega við grunninn, 6-50(-90 sm. Himnupípan 3,5-7 mm, neðsti hlutinn sívalur til treklaga, efsti hlutinn eyðist fljótt, næstum alveg sumargrænn, laufleggur 7-9 mm, blaðkan græn, hliðaæðar sýnilegar en ekki upphleyptar á neðra borði, öfugegglaga-spaðalaga eða öfuglensulaga, (12,5-)16-44(-55) x (4-)6-18(-22) mm, 2-4(-5,5) sinnum lengri en þau eru breið, snubbótt eða bogadregin. Stöngullauf (1,1-)1,3-2,5(-3) sinnum lengri en greinalaufin.
     
Lýsing   Blómskúfar jafnt dreifðir, sjaldan margir saman á stöngul- eða greinaendum, (3-)4-7 blóma. Blómleggir vaxa yfirleitt úr himnupípunni, 2-5 mm. Blómhlífin 3,3-5,5 mm, 1,6-2,8 sinnum lengri en hún er breið. Krónupípan 25-35(-39)% af lengd blómhlífarinnar, blómhlífarflipar skarast, grænir með hvítan eða bleikan jaðar, öfugegglaga, flatir eða bognir út á við á aldininu, ytri blómhlífarflipar ekki sekklaga við grunninn, æðarnar greinóttar, þykkar, fræflar 6-8. Hnetur umluktar blómhlífinni, dökkbrúnar, egglaga, 3-strendar, 82,5-92,7-4(-4,2) mm, fletirnir misstórir, íhvolfir, beinar í toppinn, gróf langrákótt-hnúskótt. Hnetur þroskast sjaldan seint á árinu.
     
Heimkynni   Grænland, Nýfundnaland, Labrador, NV Evrópa (Ísland).
     
Jarðvegur   Frjór, rakur, þolir seltu.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=250060724, Flora of North America, www.pfaf.org/user.aspx?LatinName=Polygonum aviculare, https://en.wikipedia.org/wiki/Polygonum-aviculare
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Lækningajurt.
     
Reynsla   Blóðarfinn er algengt illgresi í matjurtagörðum, meðfram vegum, á bæjarhlöðum, finnst einnig í fjörum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Blóðarfi
Blóðarfi
Blóðarfi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is