Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Plantago australis
Ættkvísl   Plantago
     
Nafn   australis
     
Höfundur   Lam.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mýratunga*
     
Ætt   Græðisúruætt (Plantaginaceae).
     
Samheiti   Plantago carrenleofuensis Speg.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Brúnn, hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   5-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, lítið eitt hærð með stinnan stöngulstofn og margar hliðarrætur. Laufleggur oftast 1-20 sm langur, oft purpuralitur, stundum mjög stuttur og illa skilgreindur með ullarbrúsk við grunninn. Blaðkan um 2,5-30 x 7-8 sm, lensulaga eða öfugegglaga til breið-oddbaugótt, hærð, einkum á neðra borði á 5-7 upphleyptum aðalæðastrengjum, heilrend eða með strjálar tennur, mjókka að grunni, snubbótt.
     
Lýsing   Blómstöngull um 5-60 sm langur, ± sívalur, þétthærður ofan til. Axið yfirleitt > 10 sm langt fullþroska, mjó-sívalt. Stoðblöð minna oftast dálítið á bikarblöðin, randhærð, að öðru leyti eins og bikarblöðin. Bikarblöð 2-3 mm löng, breið-egglaga, himnukennd nema miðjan er grænt eða purpura band, oftast hárlaus nema á randhærðum kilinum. Krónupípan = bikar. Pípuflipar 2,5-3 mm langir, egglaga, verða fljótt hrokknir, uppvafðir og mynda áberandi, oddhvassa, upprétta keilu. Fræflar hárlausir, oftast með smáa frjóhnappa sem eru inni í blóminu, stundum með stóra frjóhnappa sem ná langt út úr blóminu. Still hærður, > krónan. Fræhýði 2,5-3,5 mm löng, egglaga eða oddbaugótt-egglaga, með 3 fræ. Fræin 1,8-2,2 mm löng, egglaga-sporvala eða aflöng, oftast djúp ólífugræn, stundum brúngræn eða næstum svört.
     
Heimkynni   Argentina, Chile.
     
Jarðvegur   Frjór, sendinn, vel framræstur, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Plantago+australis, nzpcn.org.nz/flora-details.aspx?ID=3018
     
Fjölgun   Sáning í sólreit að vorinu.
     
Notkun/nytjar   Í beð. Lifir í votlendi og við tjarnir eða á rökum engjum í heimkynnum sínum, líka stöku sinnum á þurrum söndum.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir nafninu P. australis ssp. cumingiana (Fisch. & Mey.) Rahn, sem sáð var til 2008 og gróðursett í beð 2010.
     
Yrki og undirteg.   ssp. cumingiana (Fisch. & Mey.) Rahn
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is