Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Colchicum alpinum
Ættkvísl   Colchicum
     
Nafn   alpinum
     
Höfundur   DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallahaustlilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær hnýðisjurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Purpurableikur stöku sinnum hvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september, aldin í júní til ágúst árið eftir.
     
Hæð   8-15 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Hnýðið 1-2,5 x 1-1,5 sm, hnöttóttur til eggvala, laukhýði dökkrauðbrúnt, himnukennt eða fremur seigt í sér, háls 1-2 sm. Lauf 8-15 x 0,2-1,4 sm, 2 eða 3, beltislaga eða bandlensulaga, hárlaus.
     
Lýsing   Blómin 1-2, mjó-bjöllulaga til trektlaga, blómhlífarflipar 1,7-3 x 0,4-1 sm, mjó aflöng-oddbaugótt, purpurableik, stöku sinnum hvít, frjóþræðir 2-9 mm, hárlausir, frjóhnappar 2-3 mm, festir á bakinu, gulir, frjóduftið gult. Stílar beinir, fræni oddlíkt. Aldin 1,5-2 sm, aflöng-oddbaugótt.
     
Heimkynni   Frakkland, Sviss, Ítalía, Korsíka og Sardinía.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, vel framræstur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, www.tela-botanica.org/bdtfx-nn-18531-syntese,
     
Fjölgun   Sáning, skipting á hnausnum þegar plantan er í dvala.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum 2015.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is