Halldór Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Draba kitadakensis
Ættkvísl   Draba
     
Nafn   kitadakensis
     
Höfundur   Koidz.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Krossblómaætt (Brassicaceae).
     
Samheiti   D. nakaiana Hara, D. kamtschatica v. yezoensis Nakai, D. oiana Honda
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   10-15 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær, grágræn jurt, dúnhærð með þétt aðlægum stjarnhárum. Stönglr 10-15 sm háir, uppréttir, með stuttar greinar og með stutta, blómlausa sprota við grunninn, stönglarnir með 3-10 lauf. Blaðhvirfingalaufin öfuglensulaga eða mjó-öfuglensulaga, 6-12 mm löng, 1,5-3 sm breið, hvassydd, mjórri við grunninn, með fáar tennur eða heilrend. Stöngullaufin mjó-egglaga eða breiðlensulaga, 8-20 mm löng, hvassydd, tennt.
     
Lýsing   Blómklasar fremur þéttblóma með fleiri en 10 blóm, axgreinar 3-7(-15) mm löng, þétt smádúnhærð. Krónublöð um 3 mm löng, hvít, mjó fleyglaga-öfugegglaga. Skálpar lensulaga, bognir, 7-10 mm langir, um 2 mm breiðir. Stíll 0,2-1,5 mm langur, fræni lítið sverari en stíllinn, þverstýfð. Fræ um 1 mm löng, snubbótt, ekki með hala. Lík snævorblómi (Draba borealis) en minni að öllu leyti.
     
Heimkynni   Japan (Hokkaido, Honshu).
     
Jarðvegur   Grýttur, sendinn, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = Flora of Japan, encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Draba/kitadensis
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2015.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is