Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Geum triflorum
Ættkvísl   Geum
     
Nafn   triflorum
     
Höfundur   Pursh.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Þrídalafífill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Ljósgulur - dumrauð slikja.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   15-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Þrídalafífill
Vaxtarlag   Fjölær jurt, 15-40 sm há.
     
Lýsing   Laufin allt að 15 sm, aflöng til öfugegglaga, með allt að 30-laufa, smálaufin misstór, bandlaga til aflöng, smádúnhærð, loðinn eða langhærð, grá. Blómstönglar allt að 40 sm, blómin í 1-9 blóma skúf, bikar dumbrauður til bleikur eða næstum gulur, hvirfillaga eða bjöllulaga til bollalaga, flipar allt að 12 mm, aðfelldir, uppréttir til samanluktir. Krónublöð allt að 5 mm, ljósgul með dumbrauða slikju, opnast, upprétt til samanlukt, mjó til breið-egglaga eða oddbaugótt-öfugegga. Fræhnetur perulaga, 3 mm, stíll allt að 5 sm, purpura, beinn eða snúinn, áberandi fjaðurlaga neðst.
     
Heimkynni   N Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   1
     
Heimildir   = 1, https://en.wikipedia.org/wiki/Geum_triflorum
     
Fjölgun   Skipting, sáning (þroskar þó illa fræ hérlendis) skipta plöntunni reglulega.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í beð.
     
Reynsla   Harðgerð, bestur í steinhæð eða stórar þyrpingar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Þrídalafífill
Þrídalafífill
Þrídalafífill
Þrídalafífill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is