Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Thalictrum dioicum
Ættkvísl   Thalictrum
     
Nafn   dioicum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sérbýlisgras
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Mógrænn.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   - 90 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, stönglar allt að 90 sm háir. Flest grunnlaufin eru skipt og með legg. Smálauf nýrlaga til ögugegglaga, oddlaus eða bogtennt.
     
Lýsing   Blómstrar snemma sumars, blómin eru óásjáleg.
     
Heimkynni   N Ameríka.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, HHP
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í blómaengi. Vex í skóglendi, helst í brekkum sem snúa til norðurs í heimkynnum sínum.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1992, þrífst vel og sáir sér.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   Þessi planta er sjaldan ræktuð (í Evrópu), en er auðræktuð í skuggsælum villigróðri vegna fallegra, fölgrænna laufanna sem standa langt fram á vetur.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is