Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Sium latifolium
Ættkvísl   Sium
     
Nafn   latifolium
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Broddsveipur
     
Ætt   Sveipjurtaætt (Apiaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, raklendi.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   - 150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 150 sm há. Stönglar mjög mikið gáróttir, holir. Kafblöð (aðeins á plöntunum á vorin) eru 2- eða 3 fjaðurskipt með bandlaga flipa. Loftblöðin eru fjaðurskipt, flipar allt að 10 x 3 sm, egglaga-bandlaga, misstór neðst, jaðrar með smáar tennur sem vita fram á við.
     
Lýsing   Sveipir með 20-30 geisla. Blómin hvít. Stoðblöð oftast 2-6, oft stór og lík laufunum. Reifablöð lensulaga. Bikartennur um 1 mm, lensulaga. Aldin 3-4 mm með þykka, áberandi hryggi.
     
Heimkynni   Evrópa, Síbería.
     
Jarðvegur   Rakur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Meðfram lækjum og tjörnum.
     
Reynsla   Er ekki til í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is