Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Heracleum candicans
Ćttkvísl   Heracleum
     
Nafn   candicans
     
Höfundur   Wallich ex de Candolle
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn  
     
Ćtt   Sveipjurtaćtt (Apiaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól til hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Maí-júlí.
     
Hćđ   40-100(-200) sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Fjölćr jurt, 40-100(200) sm há, dúnhćrđ eđa lóhćrđ. Rćtur grífar, sívalar. Stönglar stakir, greinóttir. Grunnlauf og neđstu stöngullauf fjađurskipt, flipar í 2-3 pörum, egglaga-aflangir, 5-7(-20) x 3-5 sm, fjađurskiptir, silfrađir neđan, ţétt hvítlóhćrđir, sagtenntir, broddyddir eđa snubbóttir. Efstu laufin minni, legglaus, 3-flipótt á breiđum slíđrum.
     
Lýsing   Blómleggir 15-30 sm, dúnhćrđir. Stođblöđ 1-3, bandlaga, skammć. Geislar 15-25(-35), mislangir, 3-7(-10) sm, dúnhćrđir, reifablöđ 5-8, bandlaga. Sveipir međ 20-25 blóm. Bikartennur smáar. Krónublöđ hvít, ytri blóm sveipsins geislastćđ. Aldin öfugegglaga, 5-8(-10) x 4-6 mm, hárlaus, ţegar ţau eru fullţroska, ilmkirtlar stakir í hverri gróp, 2 á samskeytunum, kylfulaga, ná 2/3 af lengd klofaldisins. Frć flöt.
     
Heimkynni   Kína, Bhútan, N-Indland, Kashmír, Nepal, Japan & Sikkím.
     
Jarđvegur   Frjór, djúpur, rakur, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = Flora of China, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?id=2&taxon-id=200
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í fjölćringabeđ.
     
Reynsla   Er ekki til í Lystigarđinum eins og er (2015).
     
Yrki og undirteg.   Mjög breytileg tegund, einkum hvađ varđar stćrđ og skerđingar laufanna og lögun flipanna. ------------- v. candicans Flipar egglaga-aflangir, broddyddir eđa snubbóttir. v. obtusifolium (Wallisch ex de Candolle) F.T.Pu & M.F.Watson Flipar egglaga, breiđegglag eđa bogadregnir, snubbóttir.
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is