Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Barnardia japonica
Ættkvísl   Barnardia
     
Nafn   japonica
     
Höfundur   (Thunb.) Schult. & Schult.f.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kínastjörnulilja*
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti   Scilla scilloides (Lindl.) Druce
     
Lífsform   Fjölær laukjurt.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Blápurpura-bleikur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   20-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Laukar 1,5-2 sm í þvermál, egglaga, laukhýðið með svarta slikju.
     
Lýsing   Blómstöngull 20-40 sm, grannur, beinn eða ögn hyrndur. Lauf 2-7 talsins, 15-25 x 0,4-0,7 sm, ydd, bandlaga, læpuleg, með rennu, snubbótt í endan eða með smá hettu. Blómin 40-80, í þéttum, aflöngum klasa, 7-12 sm á uppsveigðum oft vafnings-blómlegg, 4-8 sm, stoðblöð 1-2 mm, bandlaga. Blómhlífarlöð 3-4 mm, mjó-aflöng, ydd, útstæð, blápurpura-bleik. Frjóþræðir ögn dúnhærðir á jöðrunum, breiðir neðst, eggleg egglaga, ögn dúnhærð á hornunum, með fá eggbú. Aldin öfugegglaga-hnöttótt hýði allt að 5 mm með svört fræ.
     
Heimkynni   Kína til tempraða hluta Asíu.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur-rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, hhttps://en.wikipedia.org/wiki/Barnardia-japonica
     
Fjölgun   Sáning, hliðarlaukar.
     
Notkun/nytjar   Í kanta, sem undirgróður.
     
Reynsla   Þessari tegund var sáð í Lystigarðinum 2007, er enn í sólreit 2015.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is